Innlent

Eins árs á þunglyndislyfjum

Börn hér á landi, allt niður í árs gömul, eru á þunglyndislyfjum, aðallega vegna þroskafrávika og hegðunarerfiðleika. Yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítalans segir að börn á forskólaaldri stríði við þunglyndi. Notkun á þunglyndislyfjum minnkaði milli ára meðal 5 til 9 ára barna, samkvæmt upplýsingum frá Tyrggingastofnun ríkisins. Athygli vekur að engin breyting er sögð hafa orðið milli ára í aldurshópnum eins til fjögurra ára, en á síðasta ári voru börn í þeim aldursflokki meðal þeirra sem notuðu þunglyndislyf. Ólafur Guðmundsson, yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítalans, segir notkun slíkra lyfja ekki mikla meðal barna á forskólaaldri. Einkum sé um að ræða börn með veruleg þroskafrávik, kvíðaraskanir og áráttuhegðun. Hann segir börn á þessum aldri geta orðið þunglynd. Ólafur nefnir ýmsa áhættuþætti í þessu sambandi, til dæmis grunnskapgerðina og tilfinningaleg viðbrögð barnanna. Auk þess geta aðstæður innan fjölskyldunnar og skóla, á borð við misnotkun og einelti, skipt máli. Ef þunglyndið verði viðvarandi, þá geti það fest sig í sessi. Þá þurfi að skoða aðstæður barnsins og veita því mikinn og góðan stuðning og í alvarlegustu tilviunum komi lyfjameðferð til greina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×