Innlent

Mikilvægasta sagan af jesúbarni

Uppspretta dýrmætustu auðæfanna er að finna í sögunni af jesúbarninu, en ekki jólasveinunum. Það eru skilaboð biskups til þjóðarinnar þessi jól. Í jólamessu í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í gærkvöld minnti biskup á mikilvægi þess að börnum væri sögð sagan af Jesú, sögu sem enn er aflvaki göfgi, góðvildar, réttlætis, sannleika og friðar. Hann sagði það ekki söguna af jólasveininum, heldur jesúbarninu, sem ekki snerist um það hverju við gætum hamstrað að okkur eða eignast, heldur því sem við getum gefið af okkur. Hann sagði tölur um jólaverslun ekki mælikvarða á það hvað við gerðum vel. Sem betur fer hefðu flestir úr nógu að spila, en innihald jólaboðskapsins skipti meira máli. Mikilvægast væri að foreldrar gæfu börnum sínum tíma og frið, það væri dýrmætara en allar keyptar gjafir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×