Innlent

Verst veður fyrir austan

Undir morgun var veðrið einna verst á austanverðu landinu, en í vindhviðum fór vindhraðinn allt upp í þrjátíu metra á sekúndu. Á Vopnafirði var til að mynda ekkert skyggni og mjög þungfært. Aflýsa þurfti messum og hefur fólk að mestu haldið sig innan dyra. Lögreglan á Vopnafirði segir þó verðið farið að ganga niður. Theodór Hervarson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að veðrið hafi verið einna verst við austurströndina, þar sem vindur hafi verið um 30 metra á sekúndu í morgunsárið. Hann segir að veðrið muni ganga niður þegar líða tekur á daginn, en hins vegar muni líklega verða slydda og snjór í nótt og á morgun. Þá verði stíf suð-vestanátt og skúra- eða éljaveður. Á morgun muni hlýna og þá verði vægt frost eða nokkurra stiga hiti um allt land.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×