Innlent

Nóg eftir af jólatrjám

Nóg er eftir af jólatrjám hjá helstu jólatrjáasölum í höfuðborginni. Fregnir bárust í gær um að skortur væri á trjám, og að verð hefði í kjölfarið hækkað hjá einhverjum söluaðilum. Stærstu söluaðilarnir í Reykjavík sögðu þó engan skort, þó að lítið eitt minna hefði víða verið keypt inn af trjám en í fyrra. Verð hefur almennt lækkað, sem virðist einnig hafa leitt til þess að fólk keypti nokkuð stærri tré í ár en áður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×