Innlent

Tættu utan af pökkunum

Þeim var ekkert heilagt, þjófunum sem brutust inn í íbúðarhús í Garðabæ í gær, því auk þess að láta greipar sópa um verðmæti í húsinu, réðust þeir á jólapakkana undir jólatrénu og tættu utan af þeim. Höfðu þeir sitthvað á brott með sér. Eins og gefur að skilja voru heimilismenn harmi slegnir, en betur fór en á horfðist. Lögreglan í Hafnarfirði hafði upp á öðrum þjófanna í gær og fann hluta þýfisins á heimili hans. Hinn þjófurinn var svo tekinn í morgun ásamt afganginum af þýfinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×