Innlent

Afhentu netföng í heimildarleysi

Háskóli Íslands afhenti Tryggingamiðstöðinni lista yfir netföng stúdenta í heimildarleysi. Nemandi kærði atvikið til Persónuverndar sem hefur úrskurðað í málinu. Talsmaður nemendaskrár háskólans bar því við að haft hefði verið samband við Tryggingamiðstöðina og leitað hefði verið eftir því að stúdentum yrði boðið að kaupa tryggingu vegna skráningargjalda eftir að tekin var sú ákvörðun að þau væru óafturkræf. Samið hefði verið við Tryggingamiðstöðina að eyða listanum eftir á.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×