Innlent

Slæm færð á vegum

Þjónusta Vegagerðarinnar verður í lágmarki yfir hátíðarnar. Það lítur út fyrir slæmt veður á aðfangadag og jóladag, einkum um norðan og austanvert landið, og því útlit fyrir slæma færð á vegum. Á aðfangadag verður Vegagerðin með þjónustu fram til hádegis að jafnaði en í einhverjum tilvikum til þrjú ef nauðsyn krefur. Á jóladag verður rutt á helstu vegum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×