Innlent

Búist við miklum kulda í kvöld

MYND/VILHELM
Ástæða er til að vara fólk við því að víða í þéttbýli á láglendi má búast við tíu stiga frosti í kvöld og vindhraða upp á fimmtán metra á sekúndu. Við þær aðstæður svarar kuldinn til allt að þrjátíu stiga frosti í logni, segir Kristín Hermannsdóttir veðurfræðingur. Hún segir vindinn vera að vaxa og í kvöld megi búst við vindhraða upp á 13-20 metra á sekúndu á norður- og norðausturhorni landsins en 5-13 annars staðar. Það verða él eða snjókoma fyrir norðan en bjartviðri sunnan- og vestan til. Frostið verður talsvert í kvöld, í kringum 10 stig á þéttbýlisstöðum en niður í 20 stig inn til landsins. Á morgun mun draga úr frosti, sérstaklega norðan og austan til. Þar er búist við ofankomu á aðfangadag og jafnvel stormi og því ekkert ferðaveður. Á vesturströndinni gæti farið að snjóa síðdegis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×