Innlent

Endurgreiðslum TR að ljúka

Flestir lífeyrisþeganna sem áttu inneignir hjá TR eftir endurreikning bótaréttar fyrir árið 2003 fengu þær greiddar inn á reikninga í gær, en í einhverjum tilvikum verður hugsanlega lagt inn hjá lífeyrisþegum í dag. Alls fá tæplega 24 þúsund þeirra eingreiðslu núna fyrir jólin. Inneignir eru í flestum tilvikum innan við 50 þúsund krónur og hjá tæplega 8 þúsund lífeyrisþegum er þessi eingreiðsla undir 10 þúsund krónum. Að meðaltali eru greiðslur vegna vanreiknaðra bóta 44.209, að því er fram kemur í frétt frá TR. Ofgreiðslur tæplega 11 þúsund lífeyrisþega eru á hinn bóginn rúmlega 87 þúsund krónur að meðaltali. Ákvörðun hefur verði tekin um að fresta innheimtuaðgerðum fram í febrúar á næsta ári. Kröfur undir þremur þúsundum króna hafa verið felldar niður hjá tæplega 1200 lífeyrisþegum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×