Innlent

BSRB á móti tilskipuninni

BSRB hefur sent Davíð Oddssyni utanríkisráðherra umsögn um þjónustutilskipun ESB og óskað eftir því að hann kynni hana í ríkisstjórn. Í umsögninni er lagst alfarið gegn þjónustutilskipuninni enda vegi hún að undirstöðum velferðarkerfisins og grafi undan réttarstöðu launafólks. Tvennt þykir einkum orka tvímælis í umræddri þjónustutilskipun. Annars vegar hvernig skilgreina eigi þá þjónustu sem eigi að vera á samkeppnismarkaði og hvort að heilsugæsla og skóli eigi að falla undir þá skilgreiningu. Hins vegar stendur svokölluð upprunalandsregla í verkalýðshreyfingunni en samkvæmt henni eiga að gilda kjarasamningar og vinnureglur upprunalanda fyrirtækja. Þannig gæti til að mynda fyrirtæki frá Póllandi starfað hér og greitt laun og starfað eftir reglum sem þar gilda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×