Innlent

Járnblendifélagið að semja um kjör

Samninganefnd starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins skoðar tillögu að kjarasamningi sem nefndin fékk í hendur síðasta föstudag. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir samningnum ekki hafa verið hafnað: "En það eru nokkur atriði sem menn vilja fá svör við." Á vef Verkalýðsfélagsins stendur að komið sé verulega til móts við kröfur sem trúnaðarmenn og stéttarfélögin lögðu upp með. Fyrri samningurinn rann út 1. desember. Fundað verður 4. janúar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×