Innlent

Hækkunin er 270 miljónir

Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn segir hækkun þjónustugjalda hjá borginni að mörgu leyti óeðlilega. Hann segir hækkunina nema 270 milljónum á milli ára. Eins og fram kom í fréttum í gær hækka þjónustugjöld um næstu áramót í mörgum málaflokkum. Borgarstjóri segir þessa hækkun í samræmi við verðlagshækkun og að auki borgi borgarbúar hlutfallslega minna af því sem það kostar að veita þjónustuna. Þetta segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna, vera útúrsnúning. Hann segir gjöldin hafa hækkað mikið og þetta sé ekki svaravert. Fólk muni finna fyrir því strax í byrjun næsta árs að gjöldin séu að hækka. Hann segir að gjöldin skili alls 270 milljónum inn, sem sé há upphæð, því einnig komi inn tæput milljarður með hækkuðu útsvari og fasteignagjöldum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×