Innlent

Lok, lok og læs á háannatíma

Bókasafninu á Akranesi var lokað á laugardaginn og opnar ekki aftur fyrr en á mánudag. Skipta þarf um gólfefni í anddyri og útlánasal, en sama filtteppið hafði verið á gólfunum í 32 ár. "Framleiðandinn hefði mátt vera stoltur af endingunni," segir Halldóra Jónsdóttir, bæjarbókavörður á Akranesi, en fátítt er að filtteppi dugi svo lengi. Á stökustað voru þó komin göt í teppið og var það hreinlega hættulegt gestum og starfsfólki safnsins. Halldóra samsinnir að slæmt sé að þurfa að loka einmitt þegar jólabækurnar eru nýkomnar í hús. "Auðvitað er hræðilegt að þurfa að loka á þessum tíma en það var ekki annað að gera.Reyndar voru allar nýjustu bækurnar þegar komnar í útlán." Safnið opnar aftur 27. desember og ætti fólk sem ekki fékk óskabókina sína í jólagjöf að geta nálgast hana á milli hátíða. "Svo er mest að gera í janúar og þá verður allt fínt og gott á nýja gólfinu," segir Halldóar bæjarbókavörður og nefnir Ólöfu eskimóa og bækur Þráins Bertelssonar og Einas Más sem dæmi um vinsælar bækur fyrir þessi jólin. "Annars er reyndar beðið um nánast allar nýjar bækur."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×