Innlent

Slapp eftir fataskipti

Sænskum karlmanni, sem sat í fangelsi í Stokkhólmi fyrir árás og rán, tókst að flýja úr fangelsinu í gær eftir að hann hafði fataskipti við tvíburabróður sinn sem var í heimsókn. Eftir að seki tvíburabróðirinn var flúinn af hólmi sagði sá saklausi fangavörðum frá því að nú væru þeir með rangan mann í haldi. Gengið var úr skugga um það með því að skoða fingraför hans og að því loknu var honum sleppt en hann á yfir höfði sér ákæru fyrir að hafa aðstoðað dæmdan glæpamann. Ekkert hefur hins vegar spurst til seka tvíburabróðurins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×