Innlent

47 milljarðar í nóvember

Íslendingar tóku út tæplega 47 milljarða með debet- og kreditkortum sínum í nóvember, og jókst veltan um tæp 20% frá sama tíma í fyrra. Um er að ræða verulega veltuaukningu sem gefur til kynna óvenjumikla jólaverslun í ár, segir greiningardeild Íslandsbanka. Heimilin virðast vera í gleðigírnum og er vöxtur útgjalda þeirra nokkuð umfram vöxt tekna. Bilið er brúað með lántökum sem hafa færst í aukana að undanförnu, segir bankinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×