Innlent

Kona og barn fórust í eldsvoða

Kona og barn fórust þegar eldur kviknaði í Hótel Continent á Nörrebrogötu í Kaupmannahöfn í nótt. Að minnsta kosti fjórir slösuðust og þar af einn alvarlega. Eldurinn virðist hafa kviknað í herbergi á fimmtu hæð, ef til vill út frá jólaskreytingu og barst reykur víða um hótelið. Að sögn sjónarvotta þurstu skelfingu lostnir gestir út úr hótelinu undir morgun og þar ríkti ringulreið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×