Sport

Ferrari framlengir við Vodafone

Formúla eitt liðið Ferrari hefur framlengt auglýsingasamning sinn við símafyrirtækið Vodafone um tvö ár. Gamli samningurinn var til þriggja ára og fékk Ferrari liðið 110 milljónir punda í sinn vasa fyrir hann, en enn hefur ekki verði gefið út nánari lýsing á nýja samningnum. Ökumenn og bílar frá Ferrari verða því áfram prýddir auglýsingum frá símafyrirtækinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×