Sport

Singh golfari ársins

Golfarinn Vijay Singh var í dag útnefndur golfari ársins í Evrópu, en þetta er í fyrsta skipti sem Singh vinnur þessa viðurkenningu. Singh átti ótrúlegt ár, sigraði á USPGA meistaramótinu í ágúst, vann sér inn mest verðlaunafé allra kylfinga, eða yfir 10 milljónir bandaríkjadala, og komst í efsta sætið á heimslistanum, upp fyrir Tiger Woods sem hafði setið á toppnum lengi. Singh vann níu sigra á árinu og spilaði að meðaltali á 68.84 höggum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×