Sport

Newcastle bannað að halda veislu

Leikmenn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu mega ekki fara í veislur yfir jólin. Þessi skipun kom frá Graeme Souness, knattspyrnustjóra Newcastle, en hann segir að sínir menn eigi ekki skemmtun skilið vegna dapurs gengi upp á síðkastið. Newcastle hafði uppi áform um að halda jólagleðskap fyrir leikmenn liðsins en Souness var á öðru máli. "Menn geta fengið sér í glas í rólegheitum en engin formleg veisla verður haldin," sagði Souness. Newcastle hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×