Sport

De La Hoya aftur í veltivigt

Oscar de la Hoya hefur tilkynnt að hann ætli sér að fara aftur niður í veltivigt og keppa þar, en miklar vangaveltur hafa verið uppi um framtíð kappans og jafnvel talið að hann myndi leggja hanskana á hilluna. De La Hoya, sem er 31 árs og sexfaldur heimsmeistari í boxi, hefur ekki keppi síðan hann tapaði fyrir Bernard "The Executioner" Hopkins í níundu lotu í september síðastliðnum, og hefur ekki keppt í veltivigt síðan hann sigraði Arturo Gatti í fimmtu lotu árið 2001. Einnig gaf hann í skyn að annar bardagi við Felix Trinidad gæti orðið að veruleika, en Trinidad sigraði De La Hoya á stigum er þeir mættust árið 1999.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×