Sport

ÍA í samstarf við Reading

Þjálfarateymi Skagamanna með Ólaf Þórðarson fremstan í flokki fór til Englands á dögunum þar sem þeir fylgdust með æfingum hjá Reading sem Ívar Ingimarsson leikur með. Ólafur notaði tækifærið í ferðinni og ræddi við Steve Coppell, stjóra Reading, um möguleikann á samstarfi milli ÍA og Reading. "Coppell tók mjög vel í þessa hugmynd og við ætlum að fara í samstarf," sagði Ólafur Þórðarson. "Ég á von á því að það komi einhverjir strákar frá félaginu í vor og vonandi getum við notað þá. Það hefur reynst liðum eins og ÍBV og Víkingi vel að fá unga Englendinga hingað og vonandi verðum við líka heppnir. Þetta samstarf hentar okkur líka vel að því leyti að við getum sent stráka frá okkur út þar sem þeir geta æft við toppaðstæður. Mér líst mjög vel á þetta samstarf," sagði Ólafur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×