Sport

HK-stúlkur of fáliðaðar

Tveir leikir voru í 1. deild kvenna í blaki í gærkvöldi. Þróttur í Neskaupstað vann Fylki 3-0. Ekki tókst að ljúka leik HK og Þróttar Reykjavíkur. Þróttur vann tvær fyrstu hrinurnar en eftir að einn liðsmanna HK meiddist í þriðju hrinu voru HK-konur of fáliðaðar til þess að ljúka leiknum og Þrótti var því dæmdur 3-0 sigur. KA er efst í deildinni með 24 stig en Reykjavíkur Þróttur í öðru sæti með 17 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×