Sport

Erfiðasta árið fram undan

Næsta keppnistímabil í Formúlu 1 kappakstrinum verður það erfiðasta hingað til fyrir meistaralið Ferrari, að mati eins æðsta tækniráðgjafa liðsins, Nigel Stepney. Þetta kemur fram í breska tímaritinu Autosport. Segir hann þar að allar þær reglubreytingar sem gerðar hafi verið muni koma verst niður á Ferrari. Lið Ferrari sigraði í fimmtán af alls átján keppnum í Formúlunni á þessu ári en Stepney telur ólíklegt að það náist á ný. Reglum hefur verið breytt á þá lund að aðeins má nota tvo dekkjaumganga í hverri keppni og hver vél í bílunum næsta tímabilið verður að endast í tvær keppnir í stað einnar eins og verið hefur. Þess utan hafa verið gerðar breytingar á hönnun bílanna líka þannig að hraðinn getur aldrei orðið jafn mikill og var í ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×