Sport

UEFA Cup - Lauflétt hjá Newcastle

Fjölmargir leikir fóru fram í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu í kvöld en keppnin fer nú í fyrsta sinn fram með riðlafyrirkomulagi. Ísland átti fulltrúa í sviðsljósinu í kvöld en Kristinn Jakobsson var dómari í leik Basel og skoska liðsins Hearts sem fram fór í Sviss og Skotarnir unnu 1-2. Newcastle fór létt með Sochaux í Frakklandi, 0-4. Lee Bowyer,Shola Ameobi, Craig Bellamy og Laurent Robert skoruðu mörkin. Middlesbrough tapaði 2-0 fyrir Villarreal á Spáni og Lazio gerði jafntefli við Partizan Belgrade, 2-2 á heimavelli. Paulo Di Canio og Simeone Inzaghi skoruðu mörk Lazio sem lentu 0-2 undir á heimavelli sínum í kvöld. Af óvæntum úrslitum þá tapaði þýska Bundesligu liðið Stuttgart fyrir Heerenveen frá Hollandi. Úrslit kvöldsins UEFA Cup - Riðill A Schalke 2 - 0 Ferencvaros Basel 1 - 2 Hearts   UEFA Cup - Riðill B Steaua Bucuresti 2 - 1 Besiktas Standard Liege 2 - 1 Parma   UEFA Cup - Riðill C Club Brugge 1 - 0 Utrecht Dnipro D petrovsk 1 - 0 Austria Vienna  UEFA Cup - Riðill D Din. Tbilisi 0 - 4 Sporting Lisbon Sochaux 0 - 1 Newcastle   UEFA Cup - Riðill E Lazio 2 - 2 Partizan Belgrade Villarreal 2 - 0 Middlesbrough   UEFA Cup - Riðill F Amica Wronki 1 - 3 AZ Alkmaar Glasgow Rangers 2 - 0 Graz AK   UEFA Cup - Riðill G Benfica 2 - 0 Dinamo Zagreb Heerenveen 1 - 0 Stuttgart   UEFA Cup - Riðill H Zenit St. Petersburg 1 - 1 Sevilla AEK Athens 1 - 2 Lille



Fleiri fréttir

Sjá meira


×