Sport

Karfa - Íslandsmeistararnir lágu

Njarðvík heldur enn 2 stiga forskoti á toppi Intersport deildar karla í körfubolta en heil umferð fór fram í kvöld. Njarðvík sigraði nýliða Fjölnis 98-88, Íslandsmeistarar Keflavíkur lágu í Hveragerði 92-86 fyrir Hamar/Selfoss, KR átti ekki í miklum vandræðum með ungt lið Ísfirðinga sem steinlágu 92-67 í Vesturbænum, Skallagrímur valtaði yfir Tindastól í Borgarnesi, 105-72 og Snæfell vann ÍR, 104-88 í Hólminum. Njarðvík er á toppnum með 14 stig, Snæfell í öðru með 12 stig og Skallagrímur hefur náð Fjölni og Keflavík að stigum, öll með 10 stig. KFÍ er sem fyrr á botninum án stiga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×