Sport

Loksins vann Bulls

Eftir að hafa tapað fyrstu níu leikjunum í deildinni vann gamla stórveldið Chicago Bulls sinn fyrsta sigur í vetur. Það voru Andrei Kirilenko og félagar í Utah Jazz sem lágu fyrir Bulls á sínum eigin heimavelli, 101-99. Ben Gordon fór fyrir Bulls með 22 stig og gaf þrjár stoðsendingar. "Þetta er sérstaklega ánægjulegt fyrir okkur nýliðana í liðinu því að þetta er fyrsti NBA-sigur okkar," sagði Gordon. Með sigrinum batt Bulls enda á 26 leikja taphrinu gegn liðum í Vesturdeildinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×