Sport

James sendi Brown tóninn

LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers, fór mikinn gegn Detroit Pistons í fyrrakvöld. James skoraði 43 stig, hirti 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í öruggum sigri Cavs gegn NBA-meisturunum. Lokatölur urðu 92-76. Með frammistöðunni sendi James þjálfaranum Larry Brown tóninn, en eins og svo margir vita stýrði Brown Draumaliðinu á Ólympíuleikunum og þar fékk James lítið sem ekkert að spila.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×