Sport

Hálfleikstölur úr Meistaradeildinn

Það er kominn hálfleikur í leikina sjö sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Í E-riðli er staðan 1-1 í leik PSV og Arsenal. Andre Ooijer kom Hollendingunum yfir með góðu skallamarki eftir hornspyrnu á 8. mínútu, en franski snillingurinn Thierry Henry jafnaði á þeirri 31. Í hinum leiknum í riðlinum er Panathinaikos yfir gegn Rosenborg í Noregi 1-0. Það var Michalis Konstantinou sem skoraði markið. Í F-riðli kom Samuel Etoo Barcelona yfir gegn Celtic, en John Hartson jafnaði fyrir Skotana á síðustu mínútu hálfleiksins. Hjá AC Milan og Shakhtar Donetsk er ennþá 0-0. Í G-riðli er markalaust hjá Bremen og Inter í hálfleik en hjá Anderlecht og Valencia er staðan 1-1. Svíinn sjóðheiti Christian Wilhelmsson jafnaði fyrir Anderlecht á 23. mínútu eftir að Ítalinn Bernardo Corradi hafði komið Spánverjunum yfir á 19. mínútu. Í dag sigraði Porto CESKA Moskva 1-0 í Moskvu í H-riðli, en í hinum leiknum er staðan markalaus á Stamford Bridge í leik Chelsea og PSG. Þess má geta að Eiður Smári er á bekknum hjá Chelsea.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×