Þetta gerist allt í hausnum á mér 12. nóvember 2004 00:01 Kristín Eiríksdóttir vakti athygli margra þegar hún vann ljóðasamkeppni Fréttablaðsins og Eddu í vor. Nú er komin út hennar fyrsta ljóðabók, Kjötbærinn. Kristín prýðir forsíðu Fókus í dag, þar sem m.a. að finna próf um þekkingu á bókunum sem koma út þessa dagana, ítarlega úttekt á 30 ára sögu hip hops, viðtal við Agga Agzilla og margt fleira. "Eru flestir hlutir ekki nógu einfaldir? Þurfum við að leitast að því að einfalda allt annað?" segir Kristín Eiríksdóttir skáldkona þegar hún er beðin um að einfalda víddaflakk aðalpersónu Kjötbæjarins, hennar fyrstu bókar. Kjötbærin kemur út hjá Bjarti og hefur fengið prýðisviðtökur bókmenntaspekúlanta. Kristín teiknaði myndir með textanum og hannaði bókina sjálf en hún er einnig myndlistarmaður á þriðja ári í Listaháskólanum. Þar eiga innsetningar hug hennar allan. Súrrealískir beinstúfar Kjötbærinn fjallar um rugludallinn Kötu og samband hennar við kærastann Kalvin. Kata er sögumaðurinn og hana dreymir illa, jafnt í vöku og svefni. Kalvin reynir að sporna við því í fyrstu, tekur niður þungarokksplagöt sem prýddu veggi herbergi þeirra. Það stöðvar ekki þróunina, Kata svífur áfram í eigin heimi og móttekur óskiljanleg tákn úr öðrum heimi. Bókin er skrifuð í hálfgerðum prósa. Kristín leyfir textanum að flæða áfram og úr því koma stundum óhefðbundnar lýsingar á borð við "Ég held vart höfði, missi það sífellst út á öxl" og "... heldur þéttingstaki brennandi beinstúfum í hnakkafeldinn logandi". Súrrealískur blær svífur yfir vötnum. "Ég skrifaði ekki meðvitað súrrealískt þó áhrifin í Kjötbænum séu þannig. Ef vatnið þarf að vera þurrt þá er það þurrt. Enn betra ef það er skært." Hún segir ekki allt þurfa að fylgja fyrirfram ákveðinni rökhyggju. "Rök eru persónuleg, ekki sameiginleg. Bókin fjallar að vissu leyti um það." Kristín segir Kötu ekki byggða á henni og Kalvin ekki vísa í gamla kærasta hennar. "Þetta er skáldskapur. Ég vil ekki gera lesendum það að sjá mig fyrir sér sem Kötu. Þetta gerist í höfðinu á mér og kemur því allt frá mér. Þetta er bókin mín. Það á ekki að spyrja skáld hvað það var að hugsa eða hvar það orti ljóð. Skáldið veit það ekki sjálft. Þess vegna orti það ljóðið." Í Fókus, sem fylgir með DV í dag, er að finna viðtalið við Kristínu í heild sinni. Menning Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira
Kristín Eiríksdóttir vakti athygli margra þegar hún vann ljóðasamkeppni Fréttablaðsins og Eddu í vor. Nú er komin út hennar fyrsta ljóðabók, Kjötbærinn. Kristín prýðir forsíðu Fókus í dag, þar sem m.a. að finna próf um þekkingu á bókunum sem koma út þessa dagana, ítarlega úttekt á 30 ára sögu hip hops, viðtal við Agga Agzilla og margt fleira. "Eru flestir hlutir ekki nógu einfaldir? Þurfum við að leitast að því að einfalda allt annað?" segir Kristín Eiríksdóttir skáldkona þegar hún er beðin um að einfalda víddaflakk aðalpersónu Kjötbæjarins, hennar fyrstu bókar. Kjötbærin kemur út hjá Bjarti og hefur fengið prýðisviðtökur bókmenntaspekúlanta. Kristín teiknaði myndir með textanum og hannaði bókina sjálf en hún er einnig myndlistarmaður á þriðja ári í Listaháskólanum. Þar eiga innsetningar hug hennar allan. Súrrealískir beinstúfar Kjötbærinn fjallar um rugludallinn Kötu og samband hennar við kærastann Kalvin. Kata er sögumaðurinn og hana dreymir illa, jafnt í vöku og svefni. Kalvin reynir að sporna við því í fyrstu, tekur niður þungarokksplagöt sem prýddu veggi herbergi þeirra. Það stöðvar ekki þróunina, Kata svífur áfram í eigin heimi og móttekur óskiljanleg tákn úr öðrum heimi. Bókin er skrifuð í hálfgerðum prósa. Kristín leyfir textanum að flæða áfram og úr því koma stundum óhefðbundnar lýsingar á borð við "Ég held vart höfði, missi það sífellst út á öxl" og "... heldur þéttingstaki brennandi beinstúfum í hnakkafeldinn logandi". Súrrealískur blær svífur yfir vötnum. "Ég skrifaði ekki meðvitað súrrealískt þó áhrifin í Kjötbænum séu þannig. Ef vatnið þarf að vera þurrt þá er það þurrt. Enn betra ef það er skært." Hún segir ekki allt þurfa að fylgja fyrirfram ákveðinni rökhyggju. "Rök eru persónuleg, ekki sameiginleg. Bókin fjallar að vissu leyti um það." Kristín segir Kötu ekki byggða á henni og Kalvin ekki vísa í gamla kærasta hennar. "Þetta er skáldskapur. Ég vil ekki gera lesendum það að sjá mig fyrir sér sem Kötu. Þetta gerist í höfðinu á mér og kemur því allt frá mér. Þetta er bókin mín. Það á ekki að spyrja skáld hvað það var að hugsa eða hvar það orti ljóð. Skáldið veit það ekki sjálft. Þess vegna orti það ljóðið." Í Fókus, sem fylgir með DV í dag, er að finna viðtalið við Kristínu í heild sinni.
Menning Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira