Bjargaði mannslífi 2. nóvember 2004 00:01 Tólf ára gamalt skyndihjálparnámskeið Antons Gylfa Pálssonar rifjaðist upp fyrir honum á svipstundu þegar hann nýlega þurfti að hnoða og blása lífi í mann sem fengið hafði hjartaáfall. Anton var á handboltaleik í Hafnarfirði á dögunum og þegar hann ætlaði að halda heim ásamt félögum sínum sá hann hvar maður lá í bílstjórasæti nærliggjandi bifreiðar og hreyfði hvorki legg né lið. "Það var niðamyrkur og skítakuldi og við vorum einmitt að tala um það þegar ég rak augun í manninn," segir Anton Gylfi. "Við rukum til og reyndum að ná sambandi við hann og sáum að ekki var allt með felldu. Ég reif hann því út úr bílnum, lagði hann á jörðina og tók púlsinn." Antoni varð fljótlega ljóst að ekkert lífsmark var með honum og byrjaði að hnoða hjarta hans og beita munn við munn aðferðinni. "Ég pumpaði og pumpaði og blés og blés og þessi kúrs sem ég tók í skyndihjálp í Fjölbraut í Breiðholti fyrir tólf árum rann upp fyrir mér eins og ég hefði lært þetta fyrir hálftíma." Anton minnist þess að hafa hugsað þá að aldrei nokkurn tíma þyrfti hann að nýta þekkinguna en eftir þessa reynslu er hann á öðru máli. "Það ætti að vera skylda fyrir hvern einasta borgara að kunna skyndihjálp. Það geta allir lent í þessu." Anton var ekki einn síns liðs, félagar hans tveir lögðu sitt af mörkum, annar var í stöðugu símasambandi við Neyðarlínuna en hinn bjó svo vel að vera með vasaljós í gsm-símanum og gat því lýst í augu hins veika og þannig fylgst með viðbrögðum hans. "Svo datt mér í hug að fá sjúkraþjálfara Haukaliðsins á vettvang og hann aðstoðaði mig við blásturinn þar til sjúkrabíllinn kom. Við náðum upp veikum púlsi og svo tóku bráðaliðarnir við." Anton hefur fylgst með líðan mannsins og veit fyrir víst að hann svaf fyrstu tvo sólarhringana eftir áfallið en vaknaði svo af sjálfsdáðum sem veit á gott. "Hann er nú á hjartadeildinni og ég hef frétt að hann er á góðu róli," segir Anton sem ætlar að heilsa upp á manninn þegar hann kemst heim af sjúkrahúsinu. Innlent Menning Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
Tólf ára gamalt skyndihjálparnámskeið Antons Gylfa Pálssonar rifjaðist upp fyrir honum á svipstundu þegar hann nýlega þurfti að hnoða og blása lífi í mann sem fengið hafði hjartaáfall. Anton var á handboltaleik í Hafnarfirði á dögunum og þegar hann ætlaði að halda heim ásamt félögum sínum sá hann hvar maður lá í bílstjórasæti nærliggjandi bifreiðar og hreyfði hvorki legg né lið. "Það var niðamyrkur og skítakuldi og við vorum einmitt að tala um það þegar ég rak augun í manninn," segir Anton Gylfi. "Við rukum til og reyndum að ná sambandi við hann og sáum að ekki var allt með felldu. Ég reif hann því út úr bílnum, lagði hann á jörðina og tók púlsinn." Antoni varð fljótlega ljóst að ekkert lífsmark var með honum og byrjaði að hnoða hjarta hans og beita munn við munn aðferðinni. "Ég pumpaði og pumpaði og blés og blés og þessi kúrs sem ég tók í skyndihjálp í Fjölbraut í Breiðholti fyrir tólf árum rann upp fyrir mér eins og ég hefði lært þetta fyrir hálftíma." Anton minnist þess að hafa hugsað þá að aldrei nokkurn tíma þyrfti hann að nýta þekkinguna en eftir þessa reynslu er hann á öðru máli. "Það ætti að vera skylda fyrir hvern einasta borgara að kunna skyndihjálp. Það geta allir lent í þessu." Anton var ekki einn síns liðs, félagar hans tveir lögðu sitt af mörkum, annar var í stöðugu símasambandi við Neyðarlínuna en hinn bjó svo vel að vera með vasaljós í gsm-símanum og gat því lýst í augu hins veika og þannig fylgst með viðbrögðum hans. "Svo datt mér í hug að fá sjúkraþjálfara Haukaliðsins á vettvang og hann aðstoðaði mig við blásturinn þar til sjúkrabíllinn kom. Við náðum upp veikum púlsi og svo tóku bráðaliðarnir við." Anton hefur fylgst með líðan mannsins og veit fyrir víst að hann svaf fyrstu tvo sólarhringana eftir áfallið en vaknaði svo af sjálfsdáðum sem veit á gott. "Hann er nú á hjartadeildinni og ég hef frétt að hann er á góðu róli," segir Anton sem ætlar að heilsa upp á manninn þegar hann kemst heim af sjúkrahúsinu.
Innlent Menning Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira