Bjargaði mannslífi 2. nóvember 2004 00:01 Tólf ára gamalt skyndihjálparnámskeið Antons Gylfa Pálssonar rifjaðist upp fyrir honum á svipstundu þegar hann nýlega þurfti að hnoða og blása lífi í mann sem fengið hafði hjartaáfall. Anton var á handboltaleik í Hafnarfirði á dögunum og þegar hann ætlaði að halda heim ásamt félögum sínum sá hann hvar maður lá í bílstjórasæti nærliggjandi bifreiðar og hreyfði hvorki legg né lið. "Það var niðamyrkur og skítakuldi og við vorum einmitt að tala um það þegar ég rak augun í manninn," segir Anton Gylfi. "Við rukum til og reyndum að ná sambandi við hann og sáum að ekki var allt með felldu. Ég reif hann því út úr bílnum, lagði hann á jörðina og tók púlsinn." Antoni varð fljótlega ljóst að ekkert lífsmark var með honum og byrjaði að hnoða hjarta hans og beita munn við munn aðferðinni. "Ég pumpaði og pumpaði og blés og blés og þessi kúrs sem ég tók í skyndihjálp í Fjölbraut í Breiðholti fyrir tólf árum rann upp fyrir mér eins og ég hefði lært þetta fyrir hálftíma." Anton minnist þess að hafa hugsað þá að aldrei nokkurn tíma þyrfti hann að nýta þekkinguna en eftir þessa reynslu er hann á öðru máli. "Það ætti að vera skylda fyrir hvern einasta borgara að kunna skyndihjálp. Það geta allir lent í þessu." Anton var ekki einn síns liðs, félagar hans tveir lögðu sitt af mörkum, annar var í stöðugu símasambandi við Neyðarlínuna en hinn bjó svo vel að vera með vasaljós í gsm-símanum og gat því lýst í augu hins veika og þannig fylgst með viðbrögðum hans. "Svo datt mér í hug að fá sjúkraþjálfara Haukaliðsins á vettvang og hann aðstoðaði mig við blásturinn þar til sjúkrabíllinn kom. Við náðum upp veikum púlsi og svo tóku bráðaliðarnir við." Anton hefur fylgst með líðan mannsins og veit fyrir víst að hann svaf fyrstu tvo sólarhringana eftir áfallið en vaknaði svo af sjálfsdáðum sem veit á gott. "Hann er nú á hjartadeildinni og ég hef frétt að hann er á góðu róli," segir Anton sem ætlar að heilsa upp á manninn þegar hann kemst heim af sjúkrahúsinu. Innlent Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Tólf ára gamalt skyndihjálparnámskeið Antons Gylfa Pálssonar rifjaðist upp fyrir honum á svipstundu þegar hann nýlega þurfti að hnoða og blása lífi í mann sem fengið hafði hjartaáfall. Anton var á handboltaleik í Hafnarfirði á dögunum og þegar hann ætlaði að halda heim ásamt félögum sínum sá hann hvar maður lá í bílstjórasæti nærliggjandi bifreiðar og hreyfði hvorki legg né lið. "Það var niðamyrkur og skítakuldi og við vorum einmitt að tala um það þegar ég rak augun í manninn," segir Anton Gylfi. "Við rukum til og reyndum að ná sambandi við hann og sáum að ekki var allt með felldu. Ég reif hann því út úr bílnum, lagði hann á jörðina og tók púlsinn." Antoni varð fljótlega ljóst að ekkert lífsmark var með honum og byrjaði að hnoða hjarta hans og beita munn við munn aðferðinni. "Ég pumpaði og pumpaði og blés og blés og þessi kúrs sem ég tók í skyndihjálp í Fjölbraut í Breiðholti fyrir tólf árum rann upp fyrir mér eins og ég hefði lært þetta fyrir hálftíma." Anton minnist þess að hafa hugsað þá að aldrei nokkurn tíma þyrfti hann að nýta þekkinguna en eftir þessa reynslu er hann á öðru máli. "Það ætti að vera skylda fyrir hvern einasta borgara að kunna skyndihjálp. Það geta allir lent í þessu." Anton var ekki einn síns liðs, félagar hans tveir lögðu sitt af mörkum, annar var í stöðugu símasambandi við Neyðarlínuna en hinn bjó svo vel að vera með vasaljós í gsm-símanum og gat því lýst í augu hins veika og þannig fylgst með viðbrögðum hans. "Svo datt mér í hug að fá sjúkraþjálfara Haukaliðsins á vettvang og hann aðstoðaði mig við blásturinn þar til sjúkrabíllinn kom. Við náðum upp veikum púlsi og svo tóku bráðaliðarnir við." Anton hefur fylgst með líðan mannsins og veit fyrir víst að hann svaf fyrstu tvo sólarhringana eftir áfallið en vaknaði svo af sjálfsdáðum sem veit á gott. "Hann er nú á hjartadeildinni og ég hef frétt að hann er á góðu róli," segir Anton sem ætlar að heilsa upp á manninn þegar hann kemst heim af sjúkrahúsinu.
Innlent Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira