Sport

Zaragoza í 3. sætið á Spáni

Real Zaragoza tyllti sér í 3. sæti spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu á Spáni í dag með 3-0 sigri á næst efsta liði deildarinnar, Sevilla. Barcelona náði 6 stiga forskoti á toppi deildarinnar í gær eftir 1-1 jafntefli við Athletic Bilbao. Á sama tíma gerðu meistarar Valencia einnig 1-1 jafntefli við Atletico Madrid. 6 leikir fóru fram í La Liga á Spáni í dag og urðu úrslit þeirra eftirfarandi: Deportivo La Coruna 0 - 0 Albacete Espanyol 0 - 0 Villarreal Mallorca 1 - 2 Racing Santander Numancia 0 - 2 Real Sociedad Osasuna 0 - 1 Levante Zaragoza 3 - 0 Sevilla Real Madrid sigraði Getafe 2-0 þar sem Michael Owen skoraði sitt fjórða mark fyrir Real Madrid í jafnmörgum leikjum og Ronaldo gerði eitt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×