Erlent

Fundu nýja tegund fornmanna

Vísindamenn telja sig hafa fundið nýja tegund manna á Indónesísku eyjunni Flores. Talið er að tegundin hafi verið uppi á sama tíma og homo sapiens en dáið út fyrir um 12 þúsund árum. Nýja tegundin hefur hlotið nafnið homo floresiensis. Vísandamennirnir styðja kenningu sína við dvergbeinagrindur sem fundust á eyjunni, sem er mjög afskekkt. Fyrstu beinin fundust grafin tæplega sex metra ofan í jörðinni og töldu vísindamennirnir að þeir hefðu fundið líkamsleifar barns. Rannsóknir leiddu hins vegar í ljós að um fullvaxta manneskjur var að ræða. Telja vísindamennirnir að þessi tegund manna hafi verið um einn metri á hæð, með langa handleggi og höfuðkúpu á stærð við griepaldin. Heili þeirra var hins vegar aðeins fjórðungur af stærð heila nútímamannsins. Uppgötvunin þykir einhver sú merkasta á þessu sviði í nokkra áratugi.
MYND/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×