Erlent

Vilja bæta stöðu samkynhneigðra

Írar íhuga að veita samkynhneigðum pörum réttindi sambærileg við gagnkynhneigð hjón. Þingmenn úr öllum flokkum koma saman til fundar í viku þar sem þeir ræða réttindi samkynhneigðra. Óvíst er þó hversu langt verður gengið í réttarbót samkynhneigðra. Íhaldssemi á þessum sviðum er enn ríkjandi í tveimur stærstu stjórnmálaflokkum landsins en vinstrisinnaðir þingmenn hafa barist fyrir því að samkynhneigð pör njóti nákvæmlega sömu réttinda og gagnkynhneigð hjón. Aðeins eru sjö ár liðin síðan Írar heimiluðu skilnað og er enn mjög erfitt og tímafrekt að fá skilnað frá maka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×