Rússneski flotinn á förum 11. október 2004 00:01 Rússneski flotinn sem haldið hefur til útaf Langanesi undanfarna daga stefnir nú í átt frá landinu eftir að hafa verið hér frá því 29. september. Tvö íslensk fiskiskip hafa fundið þrjá mannlausa rússneska björgunarbáta síðustu daga. Vöknuðu þá spurningar um það hvort rússnesku skipin væru hér vegna þess að slys hefði orðið við íslensku landhelgina. Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar um slíkt. Þær upplýsingar fengust frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar að engin skýr svör hefðu fengist um það hvers vegna flotinn væri hérna. Þó herskipin hefðu fullan rétt á að vera hér væri nú ekki beinlínis daglegt brauð að heill floti væri skammt frá ströndum landsins svo dögum skipti án þess að það væri skýrt hvers vegna. "Einu upplýsingarnar sem við höfum fengið frá skipunum eru að þau séu nú á förum," segir Hafsteinn. Þegar Fréttblaðið hafði samband við rússneska sendiráðið fengust þau svör að flotinn væri hér við hefðbundnar björgunaræfingar. "Björgunarbátarnir týndust í óveðri sem varð þegar æfingarnar stóðu yfir. Það varð því ekkert slys," segir talsmaður sendiráðsins. "Skipin eru nú á förum frá landinu en það er ekki útilokað að þau komi aftur að landinu því björgunaræfingin stendur til 25. október." Varðskip Landhelgisgæslunnar hefur verið á svæðinu þar sem rússnesku skipin hafa verið og þá hefur flugvél hennar einnig farið í eftirlitsverðir um svæðið. Um helgina náði flugvélin myndum af stórum olíuflekk á hafinu en talið er að olían hafi lekið í sjóinn þegar flugmóðurskipið Kuznetsov aðmíráll og birgðaskip voru að umskipa olíu. Frá Landhelgisgæslunni fengust þær upplýsingar að verið sé að skoða það mál. Fréttir Innlent Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira
Rússneski flotinn sem haldið hefur til útaf Langanesi undanfarna daga stefnir nú í átt frá landinu eftir að hafa verið hér frá því 29. september. Tvö íslensk fiskiskip hafa fundið þrjá mannlausa rússneska björgunarbáta síðustu daga. Vöknuðu þá spurningar um það hvort rússnesku skipin væru hér vegna þess að slys hefði orðið við íslensku landhelgina. Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar um slíkt. Þær upplýsingar fengust frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar að engin skýr svör hefðu fengist um það hvers vegna flotinn væri hérna. Þó herskipin hefðu fullan rétt á að vera hér væri nú ekki beinlínis daglegt brauð að heill floti væri skammt frá ströndum landsins svo dögum skipti án þess að það væri skýrt hvers vegna. "Einu upplýsingarnar sem við höfum fengið frá skipunum eru að þau séu nú á förum," segir Hafsteinn. Þegar Fréttblaðið hafði samband við rússneska sendiráðið fengust þau svör að flotinn væri hér við hefðbundnar björgunaræfingar. "Björgunarbátarnir týndust í óveðri sem varð þegar æfingarnar stóðu yfir. Það varð því ekkert slys," segir talsmaður sendiráðsins. "Skipin eru nú á förum frá landinu en það er ekki útilokað að þau komi aftur að landinu því björgunaræfingin stendur til 25. október." Varðskip Landhelgisgæslunnar hefur verið á svæðinu þar sem rússnesku skipin hafa verið og þá hefur flugvél hennar einnig farið í eftirlitsverðir um svæðið. Um helgina náði flugvélin myndum af stórum olíuflekk á hafinu en talið er að olían hafi lekið í sjóinn þegar flugmóðurskipið Kuznetsov aðmíráll og birgðaskip voru að umskipa olíu. Frá Landhelgisgæslunni fengust þær upplýsingar að verið sé að skoða það mál.
Fréttir Innlent Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira