Lögmálin gilda líka um útgerð 17. september 2004 00:01 Sjónarmið - Hafliði Helgason Íslendingar gera sér á stundum nokkuð einkennilegar hugmyndir um áhuga annarra þjóða á sér. Frægt er í umræðu um EES samninginn þegar sumir sáu það sem sérstaka ógn að með frjálsu flæði fjármagns myndu útlendingar hópast til þess að kaupa upp jarðir á Íslandi. Frá 1994 hafa margar jarðir verið til sölu á Íslandi og lítið sést til biðraða útlendinga. Eitt var það sem lokunarmönnum tókst að verja. Það var fjárfesting erlendra aðila í sjávarútvegi. Eftir tíu ára reynslu af frjálsu flæði fjármagns milli Íslands og umheimsins ættu menn að staldra við og velta fyrir sér hvort fótur sé fyrir óttanum sem stjórnaði ákvörðun manna við innleiðingu EES samningsins. Reynsla íslensks atvinnulífs er að erfitt er að fá erlenda fjárfesta til þess að kaupa hlut í íslenskum fyrirtækjum. Stærstur hluti erlendrar fjárfestingar, fyrir utan stóriðju, er tilkominn vegna þess að hlutabréf innlendra fyrirtækja hafa verið notuð sem skiptimynt í yfirtöku íslenskra fyrirtækja á erlendum. Virkur hlutabréfamarkaður hefur stutt innlend fyrirtæki og gert þeim kleift að nýta sér tækifæri erlendis í mörgum tilfellum með glæsilegum árangri. Eðlilegt er að menn spyrji sig, líkt og forstjóri Kauphallar Íslands gerði í Fréttablaðinu í gær, hvort sér reglur um sjávarútveg séu fremur markaðshindrun fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki í útrás, en hindrun fyrir erlenda aðila að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi. Fyrir tíu árum litu flestir svo á að sjávarútvegurinn yrði forystugrein Íslendinga í útrás atvinnulífsins. Rökin voru þau að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki væru best reknu sjávarútvegsfyrirtæki í heimi. Hér á landi byggju menn yfir yfirburðar þekkingu á greininni. Þessi spásögn hefur ekki orðið að veruleika. Lyfjaframleiðsla, stoðtæki, framleiðsla kældra matvara og fjármálaþjónusta hafa verið helstu útrásargreinar þjóðarinnar undanfarin ár. Í ljósi þess eiga menn að spyrja sig róttækrar spurningar. Ef sjávarútvegurinn sæti við sama borð og aðrar atvinnugreinar stæði þá erlendum útgerðarmönnum ekki meiri ógn af útrás Íslendinga, en Íslendingum af erlendri innrás? Sjávarútvegurinn hefur verið að feta braut frá veröld veiðimannsins til veraldar viðskiptanna. Rökin um samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja frá því fyrir tíu árum eru í fullu gildi. Frjálst flæði fjármagns inn og út úr sjávarútvegi mun að líkindum færa greininni nýjan kraft og ný sóknarfæri. Hindrunin er að enn líta menn á sjávarútveginn eins og eitthvert einangrað fyrirbæri í heimi rekstrar og viðskipta. Sjávarútvegurinn er eins og hver önnur atvinnugrein sem lýtur sömu lögmálum og aðrar greinar. Umræðan um hana hefur hingað til lotið öðrum lögmálum af sögulegum og tilfinningalegum ástæðum. Sú afstaða getur takmarkað framþróun og sókn íslensks sjávarútvegs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Hafliði Helgason Íslendingar gera sér á stundum nokkuð einkennilegar hugmyndir um áhuga annarra þjóða á sér. Frægt er í umræðu um EES samninginn þegar sumir sáu það sem sérstaka ógn að með frjálsu flæði fjármagns myndu útlendingar hópast til þess að kaupa upp jarðir á Íslandi. Frá 1994 hafa margar jarðir verið til sölu á Íslandi og lítið sést til biðraða útlendinga. Eitt var það sem lokunarmönnum tókst að verja. Það var fjárfesting erlendra aðila í sjávarútvegi. Eftir tíu ára reynslu af frjálsu flæði fjármagns milli Íslands og umheimsins ættu menn að staldra við og velta fyrir sér hvort fótur sé fyrir óttanum sem stjórnaði ákvörðun manna við innleiðingu EES samningsins. Reynsla íslensks atvinnulífs er að erfitt er að fá erlenda fjárfesta til þess að kaupa hlut í íslenskum fyrirtækjum. Stærstur hluti erlendrar fjárfestingar, fyrir utan stóriðju, er tilkominn vegna þess að hlutabréf innlendra fyrirtækja hafa verið notuð sem skiptimynt í yfirtöku íslenskra fyrirtækja á erlendum. Virkur hlutabréfamarkaður hefur stutt innlend fyrirtæki og gert þeim kleift að nýta sér tækifæri erlendis í mörgum tilfellum með glæsilegum árangri. Eðlilegt er að menn spyrji sig, líkt og forstjóri Kauphallar Íslands gerði í Fréttablaðinu í gær, hvort sér reglur um sjávarútveg séu fremur markaðshindrun fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki í útrás, en hindrun fyrir erlenda aðila að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi. Fyrir tíu árum litu flestir svo á að sjávarútvegurinn yrði forystugrein Íslendinga í útrás atvinnulífsins. Rökin voru þau að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki væru best reknu sjávarútvegsfyrirtæki í heimi. Hér á landi byggju menn yfir yfirburðar þekkingu á greininni. Þessi spásögn hefur ekki orðið að veruleika. Lyfjaframleiðsla, stoðtæki, framleiðsla kældra matvara og fjármálaþjónusta hafa verið helstu útrásargreinar þjóðarinnar undanfarin ár. Í ljósi þess eiga menn að spyrja sig róttækrar spurningar. Ef sjávarútvegurinn sæti við sama borð og aðrar atvinnugreinar stæði þá erlendum útgerðarmönnum ekki meiri ógn af útrás Íslendinga, en Íslendingum af erlendri innrás? Sjávarútvegurinn hefur verið að feta braut frá veröld veiðimannsins til veraldar viðskiptanna. Rökin um samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja frá því fyrir tíu árum eru í fullu gildi. Frjálst flæði fjármagns inn og út úr sjávarútvegi mun að líkindum færa greininni nýjan kraft og ný sóknarfæri. Hindrunin er að enn líta menn á sjávarútveginn eins og eitthvert einangrað fyrirbæri í heimi rekstrar og viðskipta. Sjávarútvegurinn er eins og hver önnur atvinnugrein sem lýtur sömu lögmálum og aðrar greinar. Umræðan um hana hefur hingað til lotið öðrum lögmálum af sögulegum og tilfinningalegum ástæðum. Sú afstaða getur takmarkað framþróun og sókn íslensks sjávarútvegs.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar