Erlent

Forseti fékk óblíðar móttökur

Ferenz Madl, forseti Ungverjalands, fékk fremur kaldar móttökur þegar hann kom í opinbera heimsókn til Serbíu-Svartfjallalands í gær. Madl heimsótti meðal annars héraðið Subotica, sem er við landamæri Ungverjalands. Um 10 prósent íbúa héraðsins eru ungverskrar ættar og um árabil hefur ríkt mikil spenna milli þeirra og serbneskra þjóðernissinna. Forsetinn heimsótti ungverska fjölskyldu á svæðinu sem hefur sætt ofsóknum þjóðernissinna. Þegar Madl kom að húsinu var búið að mála slagorðin "Dauði" og "Drepum Ungverja" á útidyrahurðina sem og stinga stórum hníf í þær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×