Varað við borgarastríði í Írak 16. september 2004 00:01 Bandaríska leyniþjónusturáðið hefur varað George W. Bush Bandaríkjaforseta við því að borgarastríð kunni að brjótast út í Írak fyrir árslok 2005. Þetta byggir ráðið á rannsókn stjórnmála, efnahags- og öryggismála í Írak. Ráðið segir þrjá möguleika fyrir hendi um þróun mála í Írak og alla slæma. Bjartsýnasta spá ráðsins er sú að viðkvæmt jafnvægi muni ríkja í Írak. Önnur er að auknar árásir og upplausn í írösku þjóðfélagi dragi úr möguleikum á að byggja upp miðstýrða landsstjórn og grafi undan lýðræðisþróun í landinu. Þriðja spáin er að ofbeldið versni enn og leiði til borgarastríðs. Ráðið vann rannsókn sína síðla sumars og var markmiðið að lýsa möguleikum á þróun mála fram til ársloka 2005, þegar fyrirhugaðri hersetu Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Írak lýkur. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur í fyrsta sinn kveðið upp úr með að innrásin í Írak hafi verið ólögleg. "Frá okkar sjónarhorni og út frá stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna var innrásin ólögleg," sagði hann í viðtali við BBC. Ríkisstjórnir sem stóðu að innrásinni í Írak gáfu ekki mikið fyrir orð Annans. Bush sagðist myndu taka sömu ákvörðun nú ef hann þyrfti þess. "Öryggisráðið hafði samþykkt nokkrar ályktanir og ráðgjöfin sem við fengum var sú að innrásin væri algjörlega lögleg," sagði John Howard, forsætisráðherra Ástralíu. "Ummæli Annans koma okkur ekki á óvart. Þetta er það sem spænska stjórnin hefur sagt og ástæðan fyrir því að við kölluðum hermenn okkar heim frá Írak," sagði Javier Valenzuela, talsmaður spænsku ríkisstjórnarinnar. Hvorki náðist í Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra né Davíð Oddsson utanríkisráðherra. Erlent Fréttir Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Bandaríska leyniþjónusturáðið hefur varað George W. Bush Bandaríkjaforseta við því að borgarastríð kunni að brjótast út í Írak fyrir árslok 2005. Þetta byggir ráðið á rannsókn stjórnmála, efnahags- og öryggismála í Írak. Ráðið segir þrjá möguleika fyrir hendi um þróun mála í Írak og alla slæma. Bjartsýnasta spá ráðsins er sú að viðkvæmt jafnvægi muni ríkja í Írak. Önnur er að auknar árásir og upplausn í írösku þjóðfélagi dragi úr möguleikum á að byggja upp miðstýrða landsstjórn og grafi undan lýðræðisþróun í landinu. Þriðja spáin er að ofbeldið versni enn og leiði til borgarastríðs. Ráðið vann rannsókn sína síðla sumars og var markmiðið að lýsa möguleikum á þróun mála fram til ársloka 2005, þegar fyrirhugaðri hersetu Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Írak lýkur. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur í fyrsta sinn kveðið upp úr með að innrásin í Írak hafi verið ólögleg. "Frá okkar sjónarhorni og út frá stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna var innrásin ólögleg," sagði hann í viðtali við BBC. Ríkisstjórnir sem stóðu að innrásinni í Írak gáfu ekki mikið fyrir orð Annans. Bush sagðist myndu taka sömu ákvörðun nú ef hann þyrfti þess. "Öryggisráðið hafði samþykkt nokkrar ályktanir og ráðgjöfin sem við fengum var sú að innrásin væri algjörlega lögleg," sagði John Howard, forsætisráðherra Ástralíu. "Ummæli Annans koma okkur ekki á óvart. Þetta er það sem spænska stjórnin hefur sagt og ástæðan fyrir því að við kölluðum hermenn okkar heim frá Írak," sagði Javier Valenzuela, talsmaður spænsku ríkisstjórnarinnar. Hvorki náðist í Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra né Davíð Oddsson utanríkisráðherra.
Erlent Fréttir Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira