Sauðfjárbændur ósáttir 15. september 2004 00:01 Sauðfjárbændur eru mjög ósáttir við það verð sem sláturhús hafa ákveðið að greiða fyrir lambakjöt nú í haust. Þeir telja ýmis rök fyrir því að tekjulækkun sem þeir urðu fyrir í fyrra vegna harðrar samkeppni á kjötmarkaði eigi nú að ganga til baka. Þeir benda á að aðstæður hafi gjörbreyst á kjötmarkaðinum, sala á dilkakjöti hafi aukist um tæp tíu prósent á síðustu tólf mánuðum og verðið hafi hækkað um þrettán prósent. Þá telja þeir að hagræðing í rekstri sláturhúsa með fækkun þeirra undanfarið eiga að skila sér í hærra verði til bænda. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að bændur hafi samþykkt fækkun sláturhúsa á sínum tíma vegna þess að hún hafi átt að skila sér til bænda með hærri greiðslum fyrir kjötið. Reyndin er önnur að sögn Özurar. ,,Það hefur ekki króna skilað sér til bænda. Greiðslur til þeirra lækkuðu um tólf til fjórtán prósent vegna undirboða og verðhruns á kjötvörum. Eftir að útflutningsverð varð hærra en nokkru sinni og eftir söluaukningu á innanlandsmarkaði á þessu ári bjuggust menn við því að lækkunin til bænda gengi til baka. En þeir fengu ekkert og það er þungt hljóð í sauðfjárbændum yfir þessu." Özur segir að í vor hafi sauðfjárbændur óskað eftir því við sláturleyfishafa að fá að koma að ákvörðun um verð til bænda en ekkert hafi orðið úr því. ,,Við vorum boðaðir á einn fund í sumar þar sem menn náðu ekki saman. Þá var ákveðið að hittast aftur en síðan heyrðum við ekkert frá þeim. Við fengum bara sent fréttabréf með verðtöflum sláturhúsanna sem þau höfðu ákveðið einhliða." Özur segir sauðfjárbændur vera með fá vopn uppi í erminni í átökum við sláturhúsin. Nú sé sláturtíð í fullum gangi og menn verði að slátra. Bændur geti ekki farið í verkfall. Hann segir samning um svonefnt vaxta- og geymslugjald ófrágenginn vegna þessa máls. Bændasamtökin útdeila gjaldinu sem er í kringum 245 milljónir króna og kemur úr ríkissjóði. Undanfarin ár hafa samningar um hvernig gjaldinu skuli deilt verið lokið á þessum árstíma. ,,Það er algjört frost í samskiptum bænda og sláturhúsanna í þessum málum. Auk þess tökum við sameiginlegar ákvarðanir um útflutnings- og markaðsmál en viðræður um þau liggja niðri vegna óánægju sauðfjárbænda með verðlistana. Þar stendur hnífurinn í kúnni," segir Özur. Sigurður Jóhannesson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa, segir að verið sé að skoða lögfræðilega stöðu sláturhúsanna. ,,Við viljum vita hvort sauðfjárbændur geti ráðstafað þessum peningum án samráðs við okkur. Annars er nægur tími til að finna farsæla lausn á þessu máli enda verður ekki greitt eftir samningi um vaxta- og geymslugjald fyrr en í nóvember." Sigurður segir að verð á kjöti hafi lækkað um tuttugu prósent á föstu verðlagi frá byrjun árs 2002 þar til í apríl á þessu ári. Hins vegar hafi greiðslur til bænda ekki lækkað nema um átta prósent og sláturfélögin hafi nýtt hagræðinguna af fækkun sláturhúsa til að taka á sig þennan mismun. ,,Við getum ímyndað okkur hvernig ástandið væri ef greiðslur til bænda hefðu lækkað um tuttugu prósent." Sigurður segir að greiðslurnar hafi hækkað um fjögur til sex prósent í haust og að það sé fyrsta hækkunin í þrjú ár og greiðsla fyrir útflutning á lambakjöti, sem sé þriðjungur af framleiðslunni, muni hækka um allt að tíu til tólf prósent. Það sé þó mismunandi á milli sláturfélaga. Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira
Sauðfjárbændur eru mjög ósáttir við það verð sem sláturhús hafa ákveðið að greiða fyrir lambakjöt nú í haust. Þeir telja ýmis rök fyrir því að tekjulækkun sem þeir urðu fyrir í fyrra vegna harðrar samkeppni á kjötmarkaði eigi nú að ganga til baka. Þeir benda á að aðstæður hafi gjörbreyst á kjötmarkaðinum, sala á dilkakjöti hafi aukist um tæp tíu prósent á síðustu tólf mánuðum og verðið hafi hækkað um þrettán prósent. Þá telja þeir að hagræðing í rekstri sláturhúsa með fækkun þeirra undanfarið eiga að skila sér í hærra verði til bænda. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að bændur hafi samþykkt fækkun sláturhúsa á sínum tíma vegna þess að hún hafi átt að skila sér til bænda með hærri greiðslum fyrir kjötið. Reyndin er önnur að sögn Özurar. ,,Það hefur ekki króna skilað sér til bænda. Greiðslur til þeirra lækkuðu um tólf til fjórtán prósent vegna undirboða og verðhruns á kjötvörum. Eftir að útflutningsverð varð hærra en nokkru sinni og eftir söluaukningu á innanlandsmarkaði á þessu ári bjuggust menn við því að lækkunin til bænda gengi til baka. En þeir fengu ekkert og það er þungt hljóð í sauðfjárbændum yfir þessu." Özur segir að í vor hafi sauðfjárbændur óskað eftir því við sláturleyfishafa að fá að koma að ákvörðun um verð til bænda en ekkert hafi orðið úr því. ,,Við vorum boðaðir á einn fund í sumar þar sem menn náðu ekki saman. Þá var ákveðið að hittast aftur en síðan heyrðum við ekkert frá þeim. Við fengum bara sent fréttabréf með verðtöflum sláturhúsanna sem þau höfðu ákveðið einhliða." Özur segir sauðfjárbændur vera með fá vopn uppi í erminni í átökum við sláturhúsin. Nú sé sláturtíð í fullum gangi og menn verði að slátra. Bændur geti ekki farið í verkfall. Hann segir samning um svonefnt vaxta- og geymslugjald ófrágenginn vegna þessa máls. Bændasamtökin útdeila gjaldinu sem er í kringum 245 milljónir króna og kemur úr ríkissjóði. Undanfarin ár hafa samningar um hvernig gjaldinu skuli deilt verið lokið á þessum árstíma. ,,Það er algjört frost í samskiptum bænda og sláturhúsanna í þessum málum. Auk þess tökum við sameiginlegar ákvarðanir um útflutnings- og markaðsmál en viðræður um þau liggja niðri vegna óánægju sauðfjárbænda með verðlistana. Þar stendur hnífurinn í kúnni," segir Özur. Sigurður Jóhannesson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa, segir að verið sé að skoða lögfræðilega stöðu sláturhúsanna. ,,Við viljum vita hvort sauðfjárbændur geti ráðstafað þessum peningum án samráðs við okkur. Annars er nægur tími til að finna farsæla lausn á þessu máli enda verður ekki greitt eftir samningi um vaxta- og geymslugjald fyrr en í nóvember." Sigurður segir að verð á kjöti hafi lækkað um tuttugu prósent á föstu verðlagi frá byrjun árs 2002 þar til í apríl á þessu ári. Hins vegar hafi greiðslur til bænda ekki lækkað nema um átta prósent og sláturfélögin hafi nýtt hagræðinguna af fækkun sláturhúsa til að taka á sig þennan mismun. ,,Við getum ímyndað okkur hvernig ástandið væri ef greiðslur til bænda hefðu lækkað um tuttugu prósent." Sigurður segir að greiðslurnar hafi hækkað um fjögur til sex prósent í haust og að það sé fyrsta hækkunin í þrjú ár og greiðsla fyrir útflutning á lambakjöti, sem sé þriðjungur af framleiðslunni, muni hækka um allt að tíu til tólf prósent. Það sé þó mismunandi á milli sláturfélaga.
Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira