Innlent

Fjárhús eyðilagðist í eldi

Gamalt fjárhús sem ekki er lengur í notkun gjöreyðilagðist í eldi að bænum Ögmundarstöðum í Skagafirði, skammt frá Sauðárkróki, í nótt. Eldsins varð vart laust fyrir miðnætti og var slökkvilið kallað á vettvang. Það rauf torfþekjuna á fjárhúsinu til að slökkva í glæðum. Nálæg hús voru ekki í hættu. Eldsupptök eru ókunn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×