Erlent

ESB hvetur Pútín til að semja

Evrópusambandið hvetur Pútín Rússlandsforseta til að fara samningaleiðina til að vinna bug á hryðjuverkum í landinu, fremur en að stjórnvöld í Kreml taki sér einskonar alræðisvald í sjálfstjórnarlýðveldum Rússlands. Pútín forseti lagði það til fyrr í vikunni að Kremlverjar veldu framvegis landsstjóra í lýðveldunum í stað þess að þeir væru valdir í lýðræðislegum kosningum og að aðrar kosningareglur yrðu hertar til muna. Chris Patten, talsmaður í utanríkismálum Evrópusambandsins, segist vongóður um að rússnesk stjórnvöld komist að samkomulagi við skæruliða í Tjetjeníu og að mannréttindi og kosningalög verði í heiðri höfð. Áður hafði Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sent Pútín varnararorð bandarískra stjórnvalda í sama dúr en rússnesk stjórnvöld taka þessum aðfinnslum afar illa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×