Erlent

Barni kastað út úr bíl

Það þykir ganga kraftaverki næst að kornabarn skuli hafa sloppið lifandi og ómeitt eftir að hafa verið kastað út úr bíl á ferð í Bandaríkjunum gær. Lögreglan í Green Bay, Wisconsin, tók atvikið upp á myndband úr lögreglubíl sem veitti bílnum eftirför. Eftir heiftarleg heimilisátök rauk ungur maður út af heimili sínu og stal bíl til þess að komast undan, en barnið var í bílnum. Hann hélt út á næstu hraðbraut á hundrað og sextíu kílómetra hraða. Skömmu síðar hægði hann á bílnum og kastaði barninu út á ferð, en það var í barnastól, sem varð því til bjargar. Hann hélt síðan striki sínu og endaði eltingarleikurinn með því að hann velti bíl sínum og lést síðan á spítala af sárum sínum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×