Eyjamenn í toppsætið 29. ágúst 2004 00:01 Eyjamenn komu sér á toppinn í Landsbankadeild karla með sannfærandi sigri á slökum Víkingum í Vestmannaeyjum í gær. Lokatölur leiksins urðu 3-0 þar sem Bjarnólfur Lárusson, besti maður vallarins, fór á kostum og skoraði tvö mörk fyrir heimamenn. Tvö mörk úr aukaspyrnu "Þetta lá fyrir mér í dag og það er ekki á hverjum degi sem maður hefur tækifæri á að skora þrennu svo maður lét nokkur skot vaða undir lokin," sagði Bjarnólfur, sem kom ÍBV yfir á 18. mínútu leiksins með þrumuskoti beint úr aukaspyrnu. Martin Tranicik, markvörður Víkings, hlýtur að velta fyrir sér hvort hann hefði ekki getað gert betur enda hreyfði hann sig ekki á línunni þegar boltinn söng í netinu. Hvorugt liðið var að skapa sér færi og vakti kannski sérstaklega athygli hversu lítið fór fyrir nýjasta atvinnumanni okkar Íslendinga, Gunnari Heiðari Þorvaldssyni, sem lék kveðjuleik sinn á Hásteinsvelli um helgina. Engu líkara var en að strákurinn væri kominn hálfa leið til Svíþjóðar en hann átti aðeins eitt hálffæri áður en honum var skipt út af á 88. mínútu. Víkingar náðu lítið að skapa sér með Jermaine Palmer einan í fremstu víglínu. Þó átti besti leikmaður liðsins, Viktor Bjarni Arnarsson, ágæta spretti á hægri kantinum en komst ekki í gegnum vel skipulagða varnarlínu ÍBV-liðsins. Flautukonsert Í seinni hálfleik var harkan í fyrirrúmi og Gísli Jóhannsson, sem hefur nú átt betri daga á vellinum, var með mikinn flautukonsert og leikurinn fékk lítið að fljóta. Á 58. mínútu má svo segja að Atli Jóhannsson hafi gert út um leikinn þegar hann þrumaði boltanum í netið eftir hornspyrnu Eyjamanna. Staðan orðin 2-0 og Sigurður Jónsson, sem var hávær á línunni að vanda, átti engin svör. Bjarnólfur Lárusson gulltryggði svo stigin þrjú með sínu öðru marki og aftur var það úr aukaspyrnu en í þetta skiptið hafði boltinn viðkomu í varnarmanni Víkingsliðsins. "Það er ekkert hægt að segja eftir svona leik, við vorum bara lélegir," sagði Sigursteinn Gíslason, leikmaður Víkings, sem mætti ásamt liði sínu til Eyja á laugardaginn þegar fresta þurfti leiknum þar sem dómararnir urðu veðurtepptir í bænum. "Það að koma deginum fyrr hefði bara átt að vera betra fyrir okkur í undirbúningnum fyrir þennan leik. Við fengum að sofa og hvíla okkur vel fyrir leikinn," sagði Sigursteinn, sem var svekktur en þó ekki búinn að gefa upp alla von. "Við verðum bara að halda áfram, bæta í og gera okkar besta í þessum leikjum sem eru eftir. Þetta er ekkert búið hjá okkur, það eru enn sex stig í pottinum." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Sjá meira
Eyjamenn komu sér á toppinn í Landsbankadeild karla með sannfærandi sigri á slökum Víkingum í Vestmannaeyjum í gær. Lokatölur leiksins urðu 3-0 þar sem Bjarnólfur Lárusson, besti maður vallarins, fór á kostum og skoraði tvö mörk fyrir heimamenn. Tvö mörk úr aukaspyrnu "Þetta lá fyrir mér í dag og það er ekki á hverjum degi sem maður hefur tækifæri á að skora þrennu svo maður lét nokkur skot vaða undir lokin," sagði Bjarnólfur, sem kom ÍBV yfir á 18. mínútu leiksins með þrumuskoti beint úr aukaspyrnu. Martin Tranicik, markvörður Víkings, hlýtur að velta fyrir sér hvort hann hefði ekki getað gert betur enda hreyfði hann sig ekki á línunni þegar boltinn söng í netinu. Hvorugt liðið var að skapa sér færi og vakti kannski sérstaklega athygli hversu lítið fór fyrir nýjasta atvinnumanni okkar Íslendinga, Gunnari Heiðari Þorvaldssyni, sem lék kveðjuleik sinn á Hásteinsvelli um helgina. Engu líkara var en að strákurinn væri kominn hálfa leið til Svíþjóðar en hann átti aðeins eitt hálffæri áður en honum var skipt út af á 88. mínútu. Víkingar náðu lítið að skapa sér með Jermaine Palmer einan í fremstu víglínu. Þó átti besti leikmaður liðsins, Viktor Bjarni Arnarsson, ágæta spretti á hægri kantinum en komst ekki í gegnum vel skipulagða varnarlínu ÍBV-liðsins. Flautukonsert Í seinni hálfleik var harkan í fyrirrúmi og Gísli Jóhannsson, sem hefur nú átt betri daga á vellinum, var með mikinn flautukonsert og leikurinn fékk lítið að fljóta. Á 58. mínútu má svo segja að Atli Jóhannsson hafi gert út um leikinn þegar hann þrumaði boltanum í netið eftir hornspyrnu Eyjamanna. Staðan orðin 2-0 og Sigurður Jónsson, sem var hávær á línunni að vanda, átti engin svör. Bjarnólfur Lárusson gulltryggði svo stigin þrjú með sínu öðru marki og aftur var það úr aukaspyrnu en í þetta skiptið hafði boltinn viðkomu í varnarmanni Víkingsliðsins. "Það er ekkert hægt að segja eftir svona leik, við vorum bara lélegir," sagði Sigursteinn Gíslason, leikmaður Víkings, sem mætti ásamt liði sínu til Eyja á laugardaginn þegar fresta þurfti leiknum þar sem dómararnir urðu veðurtepptir í bænum. "Það að koma deginum fyrr hefði bara átt að vera betra fyrir okkur í undirbúningnum fyrir þennan leik. Við fengum að sofa og hvíla okkur vel fyrir leikinn," sagði Sigursteinn, sem var svekktur en þó ekki búinn að gefa upp alla von. "Við verðum bara að halda áfram, bæta í og gera okkar besta í þessum leikjum sem eru eftir. Þetta er ekkert búið hjá okkur, það eru enn sex stig í pottinum."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Sjá meira