Sport

Beckham í spænskukennslu

David Beckham, knattspyrnugoðið, rembist nú við að reyna að ná spænskunni. Beckham stefnir að því að tala tungumálið reiprennandi fyrir næsta tímabil hjá Real Madrid. "Núna eru konan og börnin flutt til mín. Börnin fara í spænskan skóla og konan er að vinna. Það er því upplagt fyrir mann að bæta sig í málinu" sagði Beckham. Beckham segist sestur á skólabekk í þeim tilgangi að flýta fyrir. "Ég geri það sem ég get til að ná málinu sem fyrst". Lífið í Madrid er engin dans á rósum fyrir Beckhamfjölskylduna. Hann segir ekki auðvelt að vera þrálátt eltur af ljósmyndurum. "Þetta er erfitt. Þeir eru alltaf á þröskuldinum og elta mig, konuna og börnin, hvert sem við förum. Þeir eru, því miður, partur af okkar lífi". Þrátt fyrir álagið segist knattspyrnuhetjan vera hæstnánægður í Madrid-borg og hann stefni á að vera þar áfram. "Ég er mjög ánægður með allt hérna og stefni á að vera hér sem lengst"



Fleiri fréttir

Sjá meira


×