Sport

Íslensku stelpurnar mæta Rússum

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Rússum klukkan 14 í dag á Laugardalsvellinum en leikurinn er liður í undankeppni Evrópumótsins. Íslenska liðið verður þannig skipað: Þóra Björg Helgadóttir verður í markinu. Í vörninni; Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Erla Hendriksdóttir, Íris Andrésdóttir og Málfríður Sigurðardóttir. Á miðjunni verða Edda Garðarsdóttir, Laufey Ólafsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir verða á vængjunum og Olga Færseth í fremstu víglínu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×