Sport

Þórey Edda í úrslitum

Þórey Edda Elísdóttir komst í gærkvöldi í úrslit í stangarstökkskeppni Ólympíuleikanna í Aþenu. Hún stökk 4,40 metra, en 15 stúlkur komust í úrslitakeppnina, sem fer fram á þriðjudag. Ólympíumeistarinn frá Sydney fyrir fjórum árum, Stacey Dragila, féll óvænt úr keppni, en hún felldi 4,40 metra þrívegis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×