Sport

Rúnar og Baldur enn efstir

Bræðurnir Rúnar og Baldur Jónssynir hafa enn forystu í Pirelli rallinu sem lýkur í dag. Helstu keppinautar þeirra, Sigurður Bragi Guðmundsson og Ísak Guðjónsson, minnkuðu forystuna í morgun niður í um 40 sekúndur. Þeir unnu 13 sekúndur af þeim Rúnari og Baldri á Tröllhálsi og Uxahryggjaleið. Rallinu lýkur í dag með verðlaunaafhendingu við Reykjavíkurhöfn kl. 16:30.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×