Sport

Keppt um 29 gull í dag

Alls verður keppt um 29 Olympíugull í Aþenu í dag. Bandaríkjamenn hafa unnið felsta gullpeninga á leikunum, 17 talsins. Kínverjar fylgja þeim fast eftir með 16 gullverðlaun en Japanar eru í þriðja sæti á þessum lista með 12 gull. Í körfuboltakeppni Olympíuleikana unnu Spánverjar, Serba 76-68 í morgun og Puerto Rikomenn unnu Ástrala 87-82. Bandaríkjamenn og Þjóðverjar mætast í undanúrslitum í knattspyrnukeppni kvenna á Olympíuleikunum. Bandaríkjamenn unnu Japana 2-1 þar sem Abby Wambach skoraði sigurmarkið. Þetta var 17. markið sem hún skorar í 18 landsleikjum. Þjóðverjar unnu Nígeríumenn 2-1. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Svíþjóð og Brasilía. Svíar unnu Ástrala 2-1 og Brasilíumenn sigruðu lið Mexikóa 5-0.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×