Að hrökkva eða stökkva 19. ágúst 2004 00:01 Á mánudaginn gerist sá merki viðburður að hljómsveitin The Prodigy gefur út nýja plötu. Spennan í kringum Always Outnumbered, Never Outgunned, er enn meiri vegna þess að 7 ár eru frá því að síðasta plata kom út. Það þýðir að þeir aðdáendur sem voru 13 ára þegar The Fat of the Land kom út eru í dag orðnir 20 ára. Meira að segja ritstjóri Prodigy-blaðsins (sem svo þróaðist út í tónlistartímaritið Sánd) mun hlusta á hana með fyrirvara. Það er því töluverð pressa á höfuðpaurnum Liam Howlett að standa sig í þetta skiptið. Aðdáendur eiga líklegast ekki eftir að fyrirgefa svo langa fjarveru nema nýi gripurinn hreyfi við þeim. Almenningur varð svo var við óöryggi Howlett fyrir tæpum tveimur árum síðan þegar plötunni var skyndilega frestað þrátt fyrir ágætar vinsældir lagsins Babys Got a Temper. Sagan segir að Howlett hafi verið hundóánægður með vinnu sína og hent lögum sem hefðu getað fyllt heila plötu og byrjað upp á nýtt. Nýja platan heitir þó sama nafni þrátt fyrir að vera ekki sú plata sem hefði komið út fyrir tveimur árum síðan. Aðdáendum The Prodigy á svo eftir að finnast enn undarlegra að enginn annar liðsmaður sveitarinnar fyrir utan Liam Howlett kom að gerð plötunnar. Undrabarnið gerði allan gripinn á ferðatölvuna sína og kaus að fá vini sína til þess að syngja í stað Keith Flint, Maxim eða Leeroy Thornhill, sem eiga að teljast liðsmenn sveitarinnar. Þess í stað eru það leikkonan Juliette Lewis og bræðurnir Liam og Noel Gallagher sem sjá um að syngja. Það má líklegast ætla að yngri Gallagherbróðirinn sé tíður húsgestur hjá Liam Howlett þar sem þeir eru giftir Appleton-systrunum sem slógu í gegn með All Saints hér forðum. Rapparinn Twista kemur svo fram í einu lagi, hann er kannski barnapían þeirra? Hvernig sem fer þá geta Íslendingar átt von á því að fá færi á að sjá The Prodigy á tónleikum því Fréttablaðið hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að sveitin haldi tónleika hér um miðjan október. Það verða fimmtu tónleikar sveitarinnar hér á landi og því er hægt að fullyrða að engin erlend stórsveit hefur leikið jafn oft fyrir Íslendinga. Fyrst spiluðu þeir í Kaplakrika um vorið 1995 og svo aftur síðar það sama kvöld í Tunglinu við Lækjargötu, þar sem nú er Iða. Sama ár komu þeir aftur og léku á útihátíðinni Uxa á Kirkjubæjarklaustri um verslunarmannahelgina ásamt Björk. Síðustu tónleikar þeirra voru svo haldnir í Laugardalshöll árið eftir. Af hverju ærslafull tónlist The Prodigy höfðar svona vel til Íslendinga verður okkur líklegast hulin ráðgáta áfram. Aðdáendur sveitarinnar eru því líklegast með hnút í maganum því á mánudaginn mun almenningur byrja að kveða upp dóm sinn um nýju plötuna. Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira
Á mánudaginn gerist sá merki viðburður að hljómsveitin The Prodigy gefur út nýja plötu. Spennan í kringum Always Outnumbered, Never Outgunned, er enn meiri vegna þess að 7 ár eru frá því að síðasta plata kom út. Það þýðir að þeir aðdáendur sem voru 13 ára þegar The Fat of the Land kom út eru í dag orðnir 20 ára. Meira að segja ritstjóri Prodigy-blaðsins (sem svo þróaðist út í tónlistartímaritið Sánd) mun hlusta á hana með fyrirvara. Það er því töluverð pressa á höfuðpaurnum Liam Howlett að standa sig í þetta skiptið. Aðdáendur eiga líklegast ekki eftir að fyrirgefa svo langa fjarveru nema nýi gripurinn hreyfi við þeim. Almenningur varð svo var við óöryggi Howlett fyrir tæpum tveimur árum síðan þegar plötunni var skyndilega frestað þrátt fyrir ágætar vinsældir lagsins Babys Got a Temper. Sagan segir að Howlett hafi verið hundóánægður með vinnu sína og hent lögum sem hefðu getað fyllt heila plötu og byrjað upp á nýtt. Nýja platan heitir þó sama nafni þrátt fyrir að vera ekki sú plata sem hefði komið út fyrir tveimur árum síðan. Aðdáendum The Prodigy á svo eftir að finnast enn undarlegra að enginn annar liðsmaður sveitarinnar fyrir utan Liam Howlett kom að gerð plötunnar. Undrabarnið gerði allan gripinn á ferðatölvuna sína og kaus að fá vini sína til þess að syngja í stað Keith Flint, Maxim eða Leeroy Thornhill, sem eiga að teljast liðsmenn sveitarinnar. Þess í stað eru það leikkonan Juliette Lewis og bræðurnir Liam og Noel Gallagher sem sjá um að syngja. Það má líklegast ætla að yngri Gallagherbróðirinn sé tíður húsgestur hjá Liam Howlett þar sem þeir eru giftir Appleton-systrunum sem slógu í gegn með All Saints hér forðum. Rapparinn Twista kemur svo fram í einu lagi, hann er kannski barnapían þeirra? Hvernig sem fer þá geta Íslendingar átt von á því að fá færi á að sjá The Prodigy á tónleikum því Fréttablaðið hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að sveitin haldi tónleika hér um miðjan október. Það verða fimmtu tónleikar sveitarinnar hér á landi og því er hægt að fullyrða að engin erlend stórsveit hefur leikið jafn oft fyrir Íslendinga. Fyrst spiluðu þeir í Kaplakrika um vorið 1995 og svo aftur síðar það sama kvöld í Tunglinu við Lækjargötu, þar sem nú er Iða. Sama ár komu þeir aftur og léku á útihátíðinni Uxa á Kirkjubæjarklaustri um verslunarmannahelgina ásamt Björk. Síðustu tónleikar þeirra voru svo haldnir í Laugardalshöll árið eftir. Af hverju ærslafull tónlist The Prodigy höfðar svona vel til Íslendinga verður okkur líklegast hulin ráðgáta áfram. Aðdáendur sveitarinnar eru því líklegast með hnút í maganum því á mánudaginn mun almenningur byrja að kveða upp dóm sinn um nýju plötuna.
Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira