Erlent

Dýr myndi páfi allur

Ferð Jóhannesar Páls páfa annars til Lourdes virðist ekki ætla að verða til fjár. Alla vega ekki fyrir kaþólsku kirkjuna á svæðinu sem er skuldum vafin eftir heimsóknina sem kostaði hana vel yfir hundrað milljónir króna. Pílagrímar sem voru viðstaddir messu á sunnudag voru beðnir um að leggja kirkjunni til styrk að andvirði um 900 króna. Skipuleggjendur treystu á að fólk gæfi pening meðan það biði eftir að komast inn á svæðið þar sem messan var haldin. Það gekk ekki nógu vel eftir, að sögn skipuleggjenda, vegna þess að það hafi gengið alltof greiðlega að koma fólki inn á messuna. Eftir standa skuldir upp á hundrað milljónir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×